Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. júlí 2021 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen náði í Kossounou (Staðfest) - Talinn kosta 30 milljónir
Kossounou hefur unnið belgísku deildina bæði árin sín hjá Club Brugge.
Kossounou hefur unnið belgísku deildina bæði árin sín hjá Club Brugge.
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen er búið að festa kaup á gífurlega öflugum miðverði sem kemur til félagsins frá Club Brugge.

Sá heitir Odilon Kossounou og getur einnig spilað sem hægri bakvörður eða á miðjunni sem varnartengiliður.

Kossounou er mikið efni, enda aðeins tvítugur, og er búinn að gera fimm ára samning við Leverkusen.

Kaupverðið er ótilgreint en talið nema 30 milljónum evra. Arsenal hafði einnig áhuga á Kossounou en hafði ekki nógu hraðar hendur.

Kossounou er frá Fílabeinsströndinni og á fjóra A-landsleiki að baki. Hann stoppaði stutt hjá Hammarby 2019 og var strax keyptur yfir til Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner