Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   sun 22. ágúst 2021 22:04
Matthías Freyr Matthíasson
Arnar Gunnlaugs: Af hverju ekki að reyna við þann stóra?
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég er sammaála því. Geggjaður sigur á móti flottu liði og við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Kraftmiklir og ef maður á aðeins að vera gráðugur og kvarta aðeins að þá hefðum við átt að gera fleiri mörk sagði sigurreifur Arnar Gunnlaugsson eftir frábæran sigur Víkinga á Valsmönnum í 18 umferð Pepsí Max deildar karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Valur

Ég held að við höfum komið þeim í opna skjöldu hversu on it við vorum. Stundum finnuru það í undirbúningi fyrir leikinn og stemmingu í klefa að það voru allir rólegir og yfirvegaðir. Spennustigið var rétt og það trúðu allir á leikplanið.

Í seinni hálfleik komst frábært lið Vals inn og voru ekki að sætta sig við það sem var að gerast í fyrri hálfleik og koma dýrvitlausir til leiks en við héldum út sem betur fer og fengum líka færi


Er þetta besti leikur Víkinga undir þinni stjórn?

Fyrri hálfleikur var rosalegur. Við vorum undir control á öllum sviðum fótboltans. Sköpum færi og vorum að pressa þegar við áttum að pressa og vorum að verjast vel sem lið þegar við áttum að verjast sem lið. Það gekk allt upp sem við vorum að tala um. Það er mjög sjaldan sem það gerist þar sem þú átt hálf fullkominn hálfleik. Það gerist mjög sjaldan að þú spilir eins í fyrri og seinni hálfleik. Þannig að þetta snérist um að hafa tilfinningalegan hluta leiksins í lagi og halda fókus og berjast og við gerðum það. Það sást best þegar Sölvi hendir nánast hausnum á sér fyrir skotið. Þannig að þetta er bara andinn og karakterinn sem er í klúbbnum í dag

Sölvi hefur oft talað um að þetta sé seinasta tímabilið hans og hann er tilbúinn að gera allt en ég var ekki viss um að hann væri tilbúinn til að gera þetta (kasta höfði fyrir skot) og sýnir það bara hverslags karakter hann er og Kári. Það er svo gaman að vinna með þessum strákum, þetta eru svo miklir félagsmenn.

Við erum búnir að taka ófáa fundina í aðdraganda þessa leiks og menn eru vissulega búnir að setja fyrir sig hvað það væri næs að vinna þennan sigur og halda okkur í toppbaráttunni. Við erum búnir að vinna hart að þessu í tvö og hálft ár að vera að berjast við toppinn.

Eins og ég sagði við strákana eftir leik, afhverju ekki taka skrefið lengra, afhverju að hætta núna, afhverju ekki að reyna við þann stóra og hvort sem það tekst eða ekki að þá vonandi höfum við sýnt það í kvöld að við erum að gera allt til þess að láta það takast.


Nánar er rætt við Arnar hér að ofan. Meðal annars um toppbaráttuna framundan og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner