Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 09:35
Innkastið
„Einn besti hálfleikur fyrr og síðar hjá íslensku liði"
Valsmenn fagna marki í Garðabænum í gær.
Valsmenn fagna marki í Garðabænum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi hálfleikur er með því betra sem ég hef séð hjá íslenskum félagsliðum fyrr og síðar. Patrick Pedersen og Aron Bjarnason voru með listasýningu og Valsliðið í heild," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær um magnaðan 5-1 sigur toppliðs Vals gegn Stjörnunni í gær.

Valur var 5-0 yfir gegn Stjörnunni eftir 33 mínútur í Garðabænum í gær.

„Tilfinningin að horfa á þetta var þannig að það var ekki mikið við Stjörnuna að sakast. Stjarnan var ekki á sínum degi en þetta var meira það hversu öflugir Valsmenn voru,"

„Ég hefði alveg viljað sjá þetta lið keppa í Evrópu fyrir Ísland á þessu tímabili,"
bætti Ingólfur við.

Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðsson og Sebastian Hedlund voru allir fjarri góðu gamni í gær en það kom ekki að sök.

„Þetta er orðið eins og Valsliðið var 2017 og 2018. Það komu allir inn og spiluðu fullir sjálfstrausts," sagði Gunnar Birgisson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner