banner
   fim 22. september 2022 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Þór gengur til liðs við Öster eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson mun ganga til liðs við sænska B-deildarfélagið Öster eftir tímabilið en þetta kom fram í Þungavigtinni í dag.

Rúnar, sem er 22 ára gamall, hefur verið einn af bestu mönnum Keflavíkur síðastliðin þrjú ár.

Hann var nálægt því að ganga í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Sirius á síðasta ári en stóðst ekki læknisskoðun vegna nárameiðsla og varð því ekkert úr skiptunum.

Rúnar mun loks fá að upplifa atvinnumannadrauminn eftir þetta tímabil. Samningur hans við Keflavík er að renna út og mun hann semja við Öster í sænsku B-deildinni eftir tímabilið en þetta kom fram í Þungavigtinni.

Þá verða Íslendingarnir tveir í Öster. Alex Þór Hauksson er einnig á mála hjá félaginu og þá er Srdjan Tufegdzic að þjálfa liðið, en hann þjálfaði KA og Grindavík ásamt því að vera í þjálfarateymi Heimis Guðjónssonar hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner