Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   sun 22. desember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Norrköping í viðræðum við Fjölni um kaup á Jónatan Guðna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping hefur mikinn áhuga á Jónatan Guðna Arnarssyni, 17 ára kantmanni Fjölnis og U17 ára landsliðs Íslands.

Jónatan Guðni hefur farið á reynslu til Norrköping í tvígang og tókst honum að hrífa þjálfarateymið þar á bæ.

Jónatan kom við sögu í 22 keppnisleikjum með Fjölni á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk, en hann hefur einnig gert 2 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.

KR reyndi að krækja í Jónatan fyrr á árinu en Fjölnir hafnaði kauptilboði Vesturbæinga. Nú er Fjölnir í viðræðum við Norrköping um kaupverð samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru þegar á mála hjá Íslendingaliði Norrköping, sem leikur í efstu deild sænska boltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner