Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 23. janúar 2019 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Gonzalo Higuain til Chelsea (Staðfest)
Gonzalo Higuain er mættur til Chelsea
Gonzalo Higuain er mættur til Chelsea
Mynd: Twitter
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti Gonzalo Higuain frá Juventus. Hann er lánaður út tímabilið og á Chelsea möguleika á að kaupa hann þegar því lýkur.

Higuain er 31 árs gamall og hefur verið á mála hjá Juventus frá árinu 2016.

Hann hefur verið með bestu framherjum heims síðustu ár en hefur þó ekki riðið feitum hesti hjá AC Milan á þessu tímabili. Hann var lánaður þangað eftir að Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madrid.

Higuain er hins vegar mættur núna til Chelsea eftir að hafa staðist læknisskoðun en hann verður þó ekki með liðinu í síðari undanúrslitaleik enska deildabikarsins gegn Tottenham.

Chelsea á möguleika á því að kaupa Higuain í sumar fyrir 32,5 milljón punda.



Athugasemdir
banner
banner
banner