Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. janúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Tekjur af útsendingum knýja vöxt stærstu liðanna
Mynd: Getty Images
Í nýrri skýrslu KPMG „The European Champions Report 2020“ má finna upplýsingar um auknar rekstrartekjur landsmeistara hjá átta stærstu knattspyrnuþjóðum Evrópu.

Þar kemur jafnframt fram að þá aukningu megi einna helst að rekja til hærri tekna af sjónvarpsútsendingum eftir að UEFA breytti fyrirkomulagi sínu um útdeilingu tekna af útsendingum sem tók gildi 2018/2019.

Skýrslan er nú gefin út í fjórða skipti en í henni eru bornar saman rekstrarniðurstöður átta meistara stærstu knattspyrnulanda Evrópu 2018/2019, þ.e. AFC Ajax, FC Barcelona, FC Bayern München, Galatasaray SK, Juventus FC, Manchester City FC, Paris Saint-Germain FC og SL Benfica.

Af þessum átta meisturum er það Barcelona sem státar af hæstu tekjunum, eða 839,5 milljónum evra (að teknu tilliti til kaupa og sölu leikmanna). Skýrsluna sjálfa má finna hér til hliðar og eru allir sérfræðingar og áhugamenn um knattspyrnu og fyrirkomulag evrópskra knattspyrnumála hvattir til að kynna sér innihaldið.

Smelltu hér til að lesa skýrsluna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner