Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 23. febrúar 2019 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi með þrennu - Sjáðu magnað mark hans
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lionel Messi sýndi það hversu góður hann er í fótbolta þegar hann skoraði þrennu í ótrúlegum sigri Barcelona á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Barcelona lenti tvisvar undir í leiknum en kom ætíð til baka og skoraði Messi sigurmarkið á 85. mínútu. Messi skoraði þrennu leiknum. Fyrsta markið hans í dag var svo sannarlega stórkoslegt.

Smelltu hér til að sjá það.


Luis Suarez bætti við fjórða markinu áður en leikurinn var flautaður af. Lokatölur 4-2 og er Barcelona með tíu stiga forystu á Atletico Madrid á toppi deildarinnar. Atletico á leik til góða.

Sevilla er í fimmta sæti, en Getafe fór upp í fjórða sætið fyrr í dag með sigri á Rayo Vallecano.

Bakvörðurinn Diego Jóhannesson lék þá rúmar 70 mínútur með Real Oviedo í markalausu jafntefli gegn Albacete. Real Oviedo er í umspilssæti í spænsku B-deildinni.

Getafe 2 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Jaime Mata ('28 )
1-1 Raul De Tomas ('58 )
2-1 Jorge Molina ('68 )

Sevilla 2 - 3 Barcelona
1-0 Jesus Navas ('22 )
1-1 Lionel Andres Messi ('26 )
2-1 Gabriel Mercado ('42 )
2-2 Lionel Andres Messi ('67 )
2-3 Lionel Andres Messi ('85 )
Athugasemdir
banner
banner