Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   þri 23. febrúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Brynjólfur eftirsóttur - Tilboði frá Noregi hafnað
Brynjólfur í leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Brynjólfur í leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson, sóknarmaður Breiðabliks, er eftirsóttur þessa dagana en mörg félög á Norðurlöndunum eru að fylgjast með honum.

Breiðablik fékk á dögunum tilboð frá norsku félagi í Brynjólf en því var hafnað. Þetta staðfesti Sigurður Híðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

„Það er mikill áhugi á honum frá nokkrum félögum í Skandinavíu," sagði Sigurður Hlíðar einnig.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er norska félagið Kristiansund á meðal liða sem hafa sýnt Brynjólfi áhuga.

Hinn tvítugi Brynjólfur hefur skorað sjö mörk í 41 leik í Pepsi Max-deildinni á ferli sínum með Breiðabliki.

Brynjólfur á einnig að baki tólf leiki með U21 árs landsliði Íslands sem er á leiðinni í lokakeppni EM í lok næsta mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner