mán 23. maí 2022 13:50
Elvar Geir Magnússon
Al-Khelaifi: Erum að halda besta leikmanni heims
Nasser Al-Khelaifi.
Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta er stór stund í sögu PSG. Kylian verður með okkur næstu þrjú árin. Þetta eru sterk skilaboð. Við erum að halda besta leikmanni heims," segir Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain.

Mbappe hefur framlengt samning sinn við PSG til 2025 en flestir bjuggust við því að hann mynd ganga í raðir Real Madrid í sumar.

Al-Khelaifi og Mbappe sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

„Við elskum Frakkland, við elskum félagið og viljum vinna fleiri bikara. Við höfum unnið þónokkra til þessa og viljum vinna fleiri. Við viljum vinna Meistaradeildina. Við erum allir á sömu línu með okkar markmið," segir Al-Khelaifi.

Mbappe tjáði sig einnig um ákvörðun sína sem hann segir að hafi verið mjög erfið. Þá segir hann að völd sín verði ekki meiri en annarra leikmanna hjá félaginu þrátt fyrir vangaveltur um annað.

„Ég er fótboltamaður, ég er hluti af þessu liði og mun aldrei víkja frá hlutverki mínu. Ég veit hversu mikilvægt er að vera áfram í mínu heimalandi. Ég hef alltaf búið hér og ólst upp hérna. Það hefði verið erfitt að fara annað. Ég tók ákvörðun í síðustu viku en sagði ekki liðsfélögum mínum frá því vegna þess að félagið bað mig um það. Þetta átti að koma á óvart," segir Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner