Þorleifur Úlfarsson byrjaði úti á vinstri kanti og átti flottan leik er Houston Dynamo vann frækinn sigur á sterku liði LA Galaxy í MLS deildinni.
Houston skoraði úr sínu fyrsta færi strax á elleftu mínútu og tóku heimamenn öll völd á vellinum í kjölfarið. Þeir fengu urmul færa og þar á meðal tvö dauðafæri en Steve Clark stóð sig vel á milli stanga gestanna.
Þorleifur og félagar í Houston voru betri eftir leikhlé og héldu áfram að nýta færin sín. Sebastian Ferreira, sem skoraði fyrsta mark leiksins, lagði upp annað markið og skömmu síðar átti hann einnig þátt í þriðja markinu sem Þorleifur skoraði sjálfur (markið má sjá neðst í fréttinni). Markið skoraði hann aðeins nokkrum mínútum eftir innkomu Douglas Costa og Chicharito af varamannabekknum.
Þetta er fyrsta mark Þorleifs í MLS deildinni en hann hefur komið við sögu í þrettán leikjum og aðeins einu sinni áður verið í byrjunarliðinu.
Houston stóð uppi sem sigurvegari, 0-3, og er með 18 stig eftir 13 umferðir. LA Galaxy er með 20 stig eftir að hafa aðeins fengið fjögur úr síðustu fimm leikjum
LA Galaxy 0 - 3 Houston Dynamo
0-1 Sebastian Ferreira ('11)
0-2 Tyler Pasher ('58)
0-3 Þorleifur Úlfarsson ('64)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir bar þá fyrirliðabandið hjá Orlando Pride sem steinlá á heimavelli gegn Chicago.
Gunnhildi Yrsu var skipt af velli í stöðunni 0-3 og náðu stöllur hennar í Orlando að minnka muninn niður í tvö mörk á lokakaflanum en nær komust þær ekki og urðu lokatölur 2-4.
Orlando er með sjö stig eftir fimm umferðir.
Orlando Pride 2 - 4 Chicago