Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júní 2020 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 1. umferð: Besta liðið á þessum þremur árum
Fred Saraiva (Fram)
Lengjudeildin
Fred skoraði tvö í sigri Framara.
Fred skoraði tvö í sigri Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred er á sínu þriðja tímabili með Fram.
Fred er á sínu þriðja tímabili með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram byrjaði Lengjudeild karla á 3-0 sigri gegn Leikni Fáskrúðsfirði og þeir eiga leikmann umferðarinnar, Brasilíumanninn Fred Saraiva.

Fred skoraði tvö mörk í leiknum og segir í skýrslunni: „Var frábær í dag, skoraði tvö mörk og var mjög nálægt því að fullkomna þrennuna. Hann hefur ótrúlega mikil gæði og verða sennilega flest lið í Lengjudeildinni í vandræðum með hann í sumar."

Fred var mjög ánægður með leikinn og að ná í þrjú góð stig í fyrstu umferðinni.

„Þetta var erfiður leikur. Við vissum að þeir yrðu varnarsinnaðir og þéttir fyrir, en við náðum að skora snemma og það gáfum okkur aukið sjálfsraust til að spila okkar leik," segir Fred.

„Það er ótrúleg tilfinning að byrja deildina á sigri. Það var mikil tilhlökkun fyrir því að byrja loksins og að byrja á sigri er mjög mikilvægt. Ég er líka mjög ánægður að skora tvö mörk, en það hefði ekki gerst ef ekki hefði verið fyrir liðsfélaga mína á vellinum."

Fred er 23 ára og frá Brasilíu. Hann kom til Fram árið 2018 þegar Pedro Hipolito var þjálfari liðsins, en hann er enn í Safamýrinni og líður honum vel þar.

„Leikurinn er spilaður öðruvísi í Brasilíu. Hér snýst þetta meira um líkamlegan styrk og leikurinn gengur hraðar fyrir sig inn á vellinum. Í Brasilíu er leikurinn hægari. Það tók tíma fyrir mig að aðlagast, en ég verð betri og betri á hverjum degi. Ég elska að vera hérna. Allt Framliðið tók vel á móti mér. Ég sakna fjölskyldu minnar og vina mikið, en þau vita að ég er hér af góðri ástæðu og þau halda með mér."

„Ég hef eignast góða vini hérna og minningar sem ég mun aldrei gleyma."

Fram stefnir upp í efstu deild og Fred segir að liðið hafi aldrei verið betra frá því að hann kom til landsins. „Á þessum þremur árum, þá er þetta besta liðið. Við ætlum að berjast fyrir því að koma Fram upp í Pepsi Max-deildina."

Hér að neðan er hægt að sjá mörkin sem Fred skoraði í leiknum.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar: Keflavík og Þór með flesta fulltrúa



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner