Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júní 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 1. umferðar: Keflavík og Þór með flesta fulltrúa
Lengjudeildin
Keflavík vann Aftureldingu 5-1 og á þrjá fulltrúa í liðinu.
Keflavík vann Aftureldingu 5-1 og á þrjá fulltrúa í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo er á sínum stað.
Alvaro Montejo er á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeild karla hófst á nýjan leik síðasta föstudag og var spilað einnig á laugardag.

Í opnunarleiknum vann Þór 2-1 sterkan sigur á Grindavík. Páll Viðar Gíslason er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Þórsurum til sigur í þeim leik.

Orri Sigurjónsson var sterkur í hjarta varnarinnar hjá Þór og skoraði Alvaro Montejo sigurmarkið. Þór á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar og það sama er að segja um Keflavík sem vann 5-1 sigur á Aftureldingu.

Bakverðirnir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Sindri Þór Guðmundsson voru frábærir í sigri Keflavík og stýrði Frans Elvarsson ferðinni á miðjunni.

Víkingur Ólafsvík vann 2-0 sigur á Vestra og komast tveir Ólsarar í liðið. Markvörðurinn Brynjar Atli Bragason gerði vel þegar liðið þurfti á honum að halda og Gonzalo Zamorano átti öflugan leik í framlínunni.

Þá eru tveir efnilegir Leiknismenn í liði umferðarinnar. Vuk Óskar Dimitrijevic var valinn maður leiksins í 3-1 sigri á Þrótti og Daníel Finns Matthíasson var einnig mjög góður í leiknum.

Kerfið sem er spilað í liði umferðarinnar er fyrir þá sem þora. Í svona kerfi er eiginlega ekki hægt að sleppa því að hafa einn Brasilíumann. Fred Saraiva skoraði tvö mörk fyrir Fram og var maður leiksins í sigri á Leikni Fáskrúðsfirði. Fred er því auðvitað í liði umferðarinnar.
Athugasemdir
banner
banner