West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Fimmtán mörk skoruð í sigrum Sindra og Álftaness
Mynd: Heimasíða Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru tveir leikir fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Sindri og Álftanes unnu heimaleiki gegn Vestra og Dalvík/Reyni.

Íris Ösp Gunnarsdóttir skoraði tvennu í sigri Sindra og gerði Inna Dimova eitt mark, á meðan Mimi Eiden skoraði eina mark gestanna frá Ísafirði.

Ásthildur Lilja Atladóttir skoraði þá þrennu í æsispennandi viðureign Álftaness og Dalvíkur/Reynis og tryggði heimakonum þannig fyrsta sigur deildartímabilsins.

Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir settu sitthvora tvennuna í liði gestanna frá Dalvík en það dugði ekki til.

Liðin mættust öll í neðri hluta deildarinnar og er Sindri stigahæstur með 7 stig eftir 8 umferðir.

Álftanes er með 4 stig eftir sinn fyrsta sigur á deildartímabilinu á meðan Vestri situr eftir með 1 stig og er Dalvík/Reynir án stiga.

Sindri 4 - 1 Vestri
1-0 Agnes Þóra Snorradóttir ('10 , Sjálfsmark)
2-0 Íris Ösp Gunnarsdóttir ('40 )
3-0 Íris Ösp Gunnarsdóttir ('55 )
4-0 Inna Dimova ('90 )
4-1 Mimi Eiden ('90 )

Álftanes 6 - 4 Dalvík/Reynir
1-0 Eydís María Waagfjörð ('3 )
2-0 Guðrún Embla Finnsdóttir ('11 )
3-0 Ásthildur Lilja Atladóttir ('34 )
3-1 Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir ('40 )
3-2 Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir ('46 )
4-2 Ásthildur Lilja Atladóttir ('62 )
5-2 Þóra María Hjaltadóttir ('70 )
5-3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('83 )
5-4 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('85 )
6-4 Ásthildur Lilja Atladóttir ('86 )
Athugasemdir
banner
banner