Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 23. júlí 2023 10:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telles til liðs við Al-Nassr (Staðfest)
Mynd: EPA

Alex Telles hefur gengið til liðs við Al-Nassr frá Manchester United. Kaupverðið er talið vera í kringum 10 milljónir evra.


Telles mun því vera annar leikmaður United til að ganga til liðs við félagið eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf enska félagið í janúar til að fara til Sádí Arabíu.

Telles lék 50 leiki fyrir Man Utd eftir að hafa gengið til liðs við félagið árið 2020 frá Porto en hann var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð.

Það hefur verið heitt hjá stjörnunum að fara til Sádí Arabíu að undanförnu en Karim Benzema fór frá Real Madrid til Al-Itthad í sumar. Þá hafa N'Golo Kante og Roberto Firmino yfirgefið úrvalsdeildina fyrir Sádí Arabíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner