Alex Telles hefur gengið til liðs við Al-Nassr frá Manchester United. Kaupverðið er talið vera í kringum 10 milljónir evra.
Telles mun því vera annar leikmaður United til að ganga til liðs við félagið eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf enska félagið í janúar til að fara til Sádí Arabíu.
Telles lék 50 leiki fyrir Man Utd eftir að hafa gengið til liðs við félagið árið 2020 frá Porto en hann var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð.
Það hefur verið heitt hjá stjörnunum að fara til Sádí Arabíu að undanförnu en Karim Benzema fór frá Real Madrid til Al-Itthad í sumar. Þá hafa N'Golo Kante og Roberto Firmino yfirgefið úrvalsdeildina fyrir Sádí Arabíu.
We have officially signed the Brazilian Star Alex Telles ??
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) July 23, 2023
We wish him good luck with our stars ????#TellesIsYellow ???? pic.twitter.com/tpGylmgMB8