Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   þri 23. júlí 2024 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rasmus Christiansen í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Rasmus og þjálfarinn Chris Brazell.
Rasmus og þjálfarinn Chris Brazell.
Mynd: Grótta
Grótta tilkynnti í dag að miðvörðurinn Rasmus Christiansen væri genginn í raðir félagsins. Hann kemur til Gróttu frá ÍBV þar sem hann lék fyrri hluta tímabilsins.

„Rasmus er íslensku knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnu en hann spilaði fyrst hér á landi árið 2010 og átti farsælan feril með ÍBV, Val og KR í efstu deild og varð m.a. Íslandsmeistari þrívegis. Ásamt því hefur Rasmus spilað með uppeldisfélagi sínu Lyngby in Danmörku, Ull/Kisa í Noregi og svo Fjölni og Aftureldingu í næstefstu deild á Íslandi," segir í tilkynningu Gróttu.

Rasmus er 34 ára og kom einungis við sögu í sex deildarleikjum með ÍBV og tveimur bikarleikjum. Rasmus var orðaður við Gróttu fyrir tímabilið.

Magnús Örn, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu er spenntur fyrir komu Rasmusar: „Það er hvalreki fyrir Gróttu að fá jafn reyndan leikmann og sterkan karakter eins og Rasmus inn í hópinn. Karlaliðið er statt í brattri brekku og við vitum að Rasmus mun leggja mikið að mörkum í baráttunni sem framundan er.”

Rasmus er kominn með leikheimild og getur spilað með Gróttu gegn Grindavík á fimmtudag. Grótta er í 11. sæti Lengjudeildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner