Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 23. ágúst 2021 09:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Telur að Ísland eigi ekki nægilega marga góða unga leikmenn
Icelandair
Ragnar Sigurðsson er á meðal landsleikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.
Ragnar Sigurðsson er á meðal landsleikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur áhyggjur af framtíð landsliðsins en honum finnst vanta fleiri unga leikmenn sem séu að banka almennilega á dyrnar.

Þetta kemur fram í Dagmálum, vefsjónvarpsþætti Morgunblaðsins.

„Mér finnst við ekki eiga nægi­lega marga góða unga leik­menn eins og staðan er í dag. Það er til fullt af efni­leg­um strák­um en þetta er ekki ná­lægt því að vera eins og þegar Jói og Gylfi og fleiri komu inn í hóp­inn á einu bretti," segir Ragnar í þættinum.

„Það fer að koma tími á þetta lið sem við eig­um og von­andi fer maður að heyra fleiri nöfn nefnd til sög­unn­ar í kring­um landsliðið. Það eru marg­ir strák­ar að standa sig ágæt­lega er­lend­is en alls ekki nógu marg­ir."

Ragnar er 35 ára gamall en hann hélt heim úr atvinnumennskunni í sumar og gekk í raðir uppeldisfélags síns Fylkis. Hann vonast til að vera í landsliðshópnum sem tilkynntur verður í vikunni.

Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM í komandi mánuði. Leikirnir verða 2., 5. og 8. september. Ísland er með þrjú stig í riðli sínum.
Athugasemdir
banner
banner