Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. september 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: HK.is 
Daði Rafnsson ráðinn sem yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK
Daði Rafnsson
Daði Rafnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur samið við Daða Rafnsson og verður Daði yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði tekur að sér ráðgjöf og verkefnastjórn sem miðar að því að leita tækifæri til að lyfta knattspyrnudeild HK í hóp öflugasta deilda landsins.

Úr frétt af HK.is:

Það er mikið fagnaðarefni að fá Daða til félagsins og þannig styrkja annars sterkan hóp starfsmanna félagsins. HK er á vegferð að verða eitt öflugasta knattspyrnufélag landsins og það skiptir miklu máli að vinna að áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Daði hefur svo sannarlega reynslu sem á eftir að nýtast HK vel í þessari uppbyggingu. Daði er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, sem var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Hann er fyrrum yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks og var aðstoðarþjálfari Jiangsu Suning í atvinnumannadeild kvenna í Kína. Hann er jafnframt stundakennari við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og vinnur að doktorsrannsókn í íþróttafræði við sama skóla.

„Við í stjórn Barna og Unglinaráðs HK erum virkilega spennt fyrir því að fá Daða í okkar hóp. Hann hefur reynslu og þekkingu sem við teljum að lyfti því gæða starfi í HK sem á sér stað nú þegar í hæstu hæðir. Okkar von er að koma Daða geri góða þjónustu fyrir iðkendur knattspyrudeildar HK enn betri og ekki síst að þeir starfsmenn sem starfa hjá deildinni fá tæki og tól til að þróast enn frekar í sínum knattspyrnufræðum. Við bjóðum Daða hjartanlega velkomin og hlökkum til að vinna með honum að framgangi HK."


Athugasemdir
banner
banner