Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 24. apríl 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Spiluðum eins og við ættum ekki skilið að ná Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
„Við skoruðum frábært mark en kláruðum ekki leikinn. Við gerðum ekki nóg og spiluðum ekki nógu vel. Skyndisóknir munu koma en við hefðum þurft að gera meira, halda boltanum meira og láta þá hlaupa," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir súrt jafntefli gegn Newcastle.

„Við héldum þeim á lífi og þeir áttu skilið að jafna. Þeir skoruðu rétt á undan og Wilson var óheppinn að það var hendi. Við tókum ekki þeirri gjöf, það er erfitt að kyngja þessu."

Newcastle jafnaði með marki á 95. mínútu þegar Joe Willock átti skot í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið.

„Ég veit ekki af hverju þetta gerðist. Við börðumst að ákveðnu leyti ekki nægilega mikið. Við hefðum átt að vera með boltann 80% af tímanum í stað 70%. Við sköpuðum fullt af færum en hefðum þurft fleiri til að skora fleiri. Svona er þetta. Við erum ekki að gera nægilega vel þessa stundina."

„Þetta svíður eins og tap, ef þú átt það skilið þá áttu það skilið. Mér fannst við ekki spila eins og lið sem á skilið að vera í Meistaradeildinni á næsta ári,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner