Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 24. apríl 2021 20:40
Aksentije Milisic
Tuchel: Spiluðum í hæsta gæðaflokki
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var að vonum gífurlega sáttur með mikilvægan sigur gegn West Ham í dag.

Þetta var stórleikur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári og voru það þeir bláklæddu sem höfðu betur með marki frá Timo Werner á markamínútunni.

„Þetta var sex stiga leikur og sigur okkar var verðskuldaður. Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum. Við komum ekki út í seinni hálfleikinn með sömu ákefð og í þeim fyrri. Við fengum að þjást en að lokum var sigurinn sanngjarn," sagði Þjóðverjinn sáttur.

„Leikurinn gegn Brighton var erfiður. Þú getur séð á tölfræðinni hjá þeim að þeir eru vanmetið lið. Við þurfum að spila með mikillri ákefð í dag gegn West Ham og við gerðum það. Þetta var frábært svar eftir jafnteflið gegn Brighton."

„Við höfum tvo daga í endurheimt áður en við mætum Real Madrid. Þetta er stærsta félagið í Meistaradeildinni síðustu tíu ár en við verðum að mæta með sjálfstraust. Þetta verður mjög skemmtilegt."

Tuchel bætti met Luis Felipe Scolari í dag en hann hefur ekki tapað í fyrstu tíu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner