Afturelding fékk Víking í heimsókn í síðasta leik þriðju umferðar Bestu deildarinnar í kvöld.
Afturelding hafði ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum og Víkingar voru særðir eftir tap gegn ÍBV í Mjólkurbikarnum.
Víkingur byrjaði leikinn betur og Gylfi Þór Sigurðsson komst í dauðafæri einn gegn Jöklii Andréssyni en Jökull sá við honum. Stuttu síðar vildi Víkingur fá vítaspyrnu þegar Jökull tók Erling Agnarsson niður en ekkert dæmt.
Georg Bjarnason komst í besta færi Aftureldingar í fyrri hálfleik eftir frábært samspil við Elmar Kára Eneson Cogice en Ingvar Jónsson varði frá honum.
Það dró til tíðinda eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Afturelding fékk vítaspyrnu. Oliver Ekroth tók Hrannar Snæ Magnússon niður í teignum og vítaspyrna réttilega dæmd. Hrannar steig sjálfur á punktinn og skoraði fyrsta mark Aftureldingar í efstu deild.
Undir lok leiksins voru samskiptaörðuleikar milli Ekroth og Ingvars sem var kominn langt út úr markinu. Andri Freyr Jónasson komst í boltann en skotið hans úr erfiðri stöðu og framhjá markinu.
Ekroth fékk síðan upplagt tækifæri til að jafna metin þegar hann fékk boltann inn á markteignum eftir hornspyrnu en hann skóflaði boltanum yfir markið.
Boltinn var meira og minna inn á teignum hjá Aftureldingu í uppbótatíimanum en Víkingur tókst ekki að skora og því sögulegur sigur Aftureldingar staðreynd.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 - 1 | +3 | 7 |
2. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
3. Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
4. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
5. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
6. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
7. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
8. KR | 3 | 0 | 3 | 0 | 7 - 7 | 0 | 3 |
9. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
10. ÍA | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 4 | -2 | 3 |
11. FH | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
12. KA | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 9 | -6 | 1 |
Athugasemdir