Afturelding og Víkingur eigast við í Mosfellsbæ í kvöld. Nýliðar Aftureldingar bíða eftir sínum fyrsta sigri og fyrsta marki og þá eru Víkingar særðir eftir að hafa tapað gegn ÍBV í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Víkingur R.
Elmar Kári Enesson Cogic er í byrjunarliði Aftureldingar í fyrsta sinn í deildinni. Hann var í byrjunarliðinu í 5-0 sigri gegn Hetti/Huginn í Mjólkurbikarnum þar sem hann skoraði og lagði upp tvö.
Það eru þrjár breytingar á liði Víkings sem tapaði gegn ÍBV. Oliver Ekroth spilar sinn fyrsta leik í sumar og Erlingur Agnarsson og Viktor Örlygur Agnarsson koma einnig inn. Atli Þór Jónasson, Matthías Vilhjálmsson og Stígur Diljan Þórðarson setjast á bekkinn.
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir