Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júlí 2021 21:46
Victor Pálsson
Chiesa er ósnertanlegur
Mynd: EPA
Vængmaðurinn Federico Chiesa er ósnertanlegur að sögn blaðamannsins Fabrizio Romano sem er mjög virtur í bransanum.

Chiesa átti frábært EM með Ítalíu í sumar er liðið fagnaði sigri í mótinu en hann leikur með Juventus í heimalandinu.

Chelsea ku hafa áhuga á þessum 23 ára gamla leikmanni sem skoraði átta mörk í 30 leikjum á síðasta tímabili.

Það er þó ekki möguleiki fyrir Chelsea að sækja Chiesa samkvæmt Romano en hann mun ekki færa sig um set í sumar.

„Ég sé margar spurningar varðandi Chiesa. Ég sé að það er greint frá því í Þýskalandi að Chelsea vilji Chiesa," sagði Romano í hlaðvarpsþættinum Here We Go.

„Það er enginn möguleiki. Chiesa verður 100 prósent áfram hjá Juventus. Hann er ósnertanlegur
Athugasemdir
banner
banner