Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 25. janúar 2022 11:23
Elvar Geir Magnússon
Freyr einn af þeim sem kemur til greina hjá Viborg
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands og nú þjálfari Lyngby, er einn af þeim sem til greina kemur í þjálfarastarf danska úrvalsdeildarliðsins Viborg.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var Freyr í viðræðum við Viborg fyrir ári síðan og er einn af þeim sem kemur til greina í starfið núna.

Lars Friis sem tók við Viborg í fyrra hefur ráðið sig til AaB í Álaborg.

Viborg kom upp úr B-deildinni í fyrra en liðið er í áttunda sæti af tólf liðum dönsku úrvalsdeildarinnar nú þegar styttist í að deildin fari aftur af stað eftir vetrarfrí.

Freyr tók við Lyngby fyrir þetta tímabil en liðið er í spennandi toppbaráttu í B-deildinni og situr í þriðja sæti sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner