Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. febrúar 2021 20:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sturluð tölfræði í Sinsheim þegar Molde fór áfram
Eirik Ulland Andersen fagnaði í kvöld
Eirik Ulland Andersen fagnaði í kvöld
Mynd: Getty Images
Norska liðið Molde kom vægast sagt á óvart í kvöld þegar liðið sló út þýska liðið Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Staðan í einvíginu var 3-3 eftir fyrri leik liðanna í Noregi og mættust liðin í Sinsheim í kvöld.

Molde fór með 0-2 sigur af hólmi, liðið skoraði úr báðum þeim skotum sem liðið átti að marki andstæðinganna.

Hoffenheim tókst ekki að skora þrátt fyrir 26 tilraunir að marki og níu tilraunir á markrammann. Heimamenn héldu boltanum 70% og fengu þrettán hornspyrnur gegn einni hjá gestunum.

Eirik Ulland Andersen skoraði bæði mörk Molde í kvöld og eitt markanna í fyrri leiknum.

Í fyrri leiknum voru yfirburðir þýska liðsins einnig miklir en þó ekki jafn miklir. 26-8 í skotum að marki og 13-4 í skotum á markið.

Björn Bergmann Sigurðarson byrjaði báða leikina hjá Molde og spilaði í kvöld rúman klukkutíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner