Djed Spence, bakvörður Tottenham, segist hafa átt eitt samtal við Antonio Conte á meðan Ítalinn var stjóri liðsins.
Spence var keyptur til Tottenham á meðan Conte stýrði liðinu. Conte sagði opinberlega að Spence hefði verið valinn af félaginu en ekki af sér sjálfum og virtist hann ekki hrifinn af leikmanninum.
Spence var keyptur til Tottenham á meðan Conte stýrði liðinu. Conte sagði opinberlega að Spence hefði verið valinn af félaginu en ekki af sér sjálfum og virtist hann ekki hrifinn af leikmanninum.
Spence segir að ummæli Conte hafi haft mikil áhrif á sjálfstraust sitt en samband þeirra var ekki gott.
„Þetta var eins og að hlaupa á múrvegg," sagði Spence í hlaðvarpi Rio Ferdinand. „Mér fannst eins og þessi maður væri ekki ánægður með neitt sem ég gerði."
„Ég átti líklega eitt samtal við hann."
Spence er 24 ára gamall hægri bakvörður sem var keyptur til Tottenham frá Middlesbrough fyrir tveimur árum. Hann hefur átt góða spretti á yfirstandandi leiktíð.
Athugasemdir