Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   þri 25. apríl 2023 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH ekki rætt við Gylfa - „Að sjálfsögðu alltaf velkominn á æfingar"
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag og var hann spurður hvort félagið væri í leit að liðsstyrk fyrir lok félagaskiptagluggans sem lokar á morgun.

„Nei, mér finnst mjög ólíklegt að við gerum eitthvað. Okkur finnst við vera með stóran og breiðan hóp. Það er fullt af 'potential' í hópnum sem við ætlum að halda áfram að vinna með og bæta. Þá hef ég mikla trú á því að við getum gert ágætis hluti í sumar, þó svo að úrslitin í gær hafi ekki verið eins og maður óskaði."

Gylfi Þór Sigurðsson kom til landsins í síðustu viku eftir tæplega tveggja ára farbann á Englandi. Hann er uppalinn í FH. Hefur FH rætt við Gylfa?

„Nei, það höfum við ekki gert. Við höfum ekkert talað við hann eða neitt svoleiðis, en að sjálfsögðu væri hann alltaf velkominn á æfingar hjá okkur. Það segir sig bara sjálft, þetta er einn allra besti leikmaður sem við Íslendingar höfum átt. Ef hann vill eitthvað prófa að fara í fótbolta þá er hann svo sannarlega velkominn að koma á æfingar hjá okkur, og ég held að hann viti það svo sem alveg."

Það er því ekki á dagskránni fyrir lok gluggans að sjá hvort hann vilji fá félagaskipti í FH?

„Nei, við erum ekki á þeim stað - og hann væntanlega ekki heldur myndi ég halda. Það er frábært fyrir hann að þessu máli sé lokið. Það sem gerist, gerist bara og hefur sinn gang. Hvað svo sem það verður," sagði Davíð að lokum.

Sjá einnig:
Kíkir Gylfi á æfingar hér heima? - „Það yrði svakalegt, alveg svakalegt"
Innkastið - Víkingur bauð KR upp á raunveruleikatékk
Athugasemdir
banner
banner