Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 25. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eftirminnilegur ferill Jose Fonte
Mynd: Getty Images
Jose Fonte mun geta sagt barnabörnum sínum skemmtilegar sögur frá ferli sínum.

Fonte, sem er 37 ára, varð á sunnudag franskur meistari með Lille. Félagið var að vinna sinn fyrsta deildartitil í tíu ár.

Fonte hefur átt eftirminnilegan feril eins og portúgalski blaðamaðurinn Rui Miguel Martins segir frá á samfélagsmiðliinum Twitter.

„Félög í Portúgal höfnuðu hann, hann endurbyggði ferilinn í neðri deildunum á Englandi, komst í ensku úrvalsdeildina 28 ára, spilaði fyrsta landsleikinn með Portúgal þrítugur, varð Evrópumeistari 32 ára, fór til Kína og er núna deildarmeistari í Frakklandi 37 ára," skrifaði Martins.

Fonte spilaði með Crystal Palace, Southampton og West Ham á Englandi en fór svo til Kína 2018. Hann sneri aftur til Evrópu það ár og samdi við Lille. Núna er hann franskur meistari.


Athugasemdir
banner
banner
banner