Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 25. júlí 2020 15:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sævar Atli og Siggi Höskulds bestir í fyrsta þriðjungi
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Lengjudeildarhringborð á X977 í dag þar sem sérfræðingar þáttarins, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon, gerðu upp fyrsta þriðjung deildarinnar.

Þeir voru sammála í valinu á besta leikmanni þriðjungsins og besta þjálfaranum. Þeir koma úr röðum Leiknis í Breiðholti en liðið trónir á toppi deildarinnar.

„Fyrirliði Leiknis hefur skarað fram úr og verið frábær," segir Rafn Markús en sóknarmaðurinn tvítugi Sævar Atli Magnússon var valinn besti leikmaðurinn í fyrstu sjö umferðunum.

„Ég er með sama manninn," segir Úlfur. „Mér finnst hann hafa stýrt skútunni vel þarna í Breiðholti. Jason Daði í Aftureldingu kom einnig til greina að mínu mati."

„Sævar Atli er svo sannarlega búinn að standa undir sínu fyrirliðabandi, koma flottur fram í viðtölum og sýna ástríðu og tilfinningar gagnvart sínu félagi."

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var valinn besti þjálfari fyrsta þriðjungs.

„Sigurður Heiðar og hans þjálfarateymi hafa staðið sig frábærlega. Þeirra nálgun á leikmennina og stefnu félagsins," segir Rafn Markús en hægt er að hlusta á Lengjudeildarhringborðið í spilaranum hér að neðan.

Pepsi Max upphitun og uppgjör fyrsta þriðjungs Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner