Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 25. júlí 2021 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Hólmbert spilaði hálftíma í tapi
Hólmbert kom við sögu hjá Holsten Kiel í dag
Hólmbert kom við sögu hjá Holsten Kiel í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði fyrsta leik sinn fyrir þýska B-deildarliðið Holstein Kiel er liðið tapaði fyrir St. Pauli í fyrstu umferð deildarinnar í dag, 3-0.

Hólmbert gekk til liðs við Holsten Kiel í sumar frá ítalska B-deildarliðinu Brescia.

Hann fékk fá tækifæri með Brescia á síðustu leiktíð og ákvað að færa sig yfir til Þýskalands.

Hólmbert kom inná sem varamaður á 62. mínútu í dag.

Næsti leikur hans með liðinu verður gegn Schalke en liðsfélagi hans í landsliðinu, Guðlaugur Victor Pálsson, leikur með liðinu.
Athugasemdir