Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 25. desember 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvaða mark? Kannski þau þrjú sem hann átti að skora í fyrri!"
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani skoraði fyrra mark Manchester United gegn Everton í deildabikarnum á miðvikudag. Með sigrinum er United komið í undanúrslit keppninnar og mætir þar Manchester City.

Solskjær var spurður hvað honum fannst um markið hjá Cavani í viðtali við Sky Sports.

„Markið var ekki sem verst," sagði Solskjær en skaut svo strax inn í: „Hvaða mark? Kannski þau þrjú sem hann átti að skora í fyrri hálfleiknum!" grínaðist Solskjær.

„En nei, hann er framherji í hæsta gæðaflokki. Hreyfingar, gæði og auðvitað var afgreiðslan með vinstri fæti frábær."

Solskjær var einnig spurður út í viðskipti Cavani og Yerry Mina sem lenti saman í byrjun síðari hálfleiks þar sem Cavani virtist taka hann hálstaki. Solskjær sagði að það verðskuldaði ekki rautt spjald.

„Aldrei rautt. Þetta eru tveir menn frá Suður-Ameríku að takast á. Þeir hafa mæst áður og þetta var alvöru fótboltaleikur. Leikur með áhorfendur, tæklingum og færum. Ég naut þess að horfa á leikinn."
Athugasemdir
banner
banner