Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 26. janúar 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ever Banega fer til Sádí-Arabíu (Staðfest)
Ever Banega er á förum frá Sevilla.
Ever Banega er á förum frá Sevilla.
Mynd: Getty Images
Argentíski miðjumaðurinn hefur samið við Al Shabab í Sádí-Arabíu og mun ganga í raðir félagsins eftir tímabilið. Al Shabab hefur tilkynnt um félagaskiptin.

Banega, sem er 31 árs, leikur með Sevilla og mun hann klára tímabilið á Spáni. Hann hefur byrjað 19 leiki í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Samningur hans við Sevilla rennur út næsta sumar og gengur hann þá í raðir Al Shabab á þriggja ára samningi.

Banega hefur leikið í Evrópu frá 2008, að undanskildum nokkrum mánuðum árið 2014 er hann var hjá Newell's Old Boys í Argentínu á láni. í Evrópu hefur hann leikið hjá Valencia, Atletico Madrid, Sevilla og Inter Milan.

Þá á Banega 65 A-landsleiki fyrir Argentínu og sex landsliðsmörk.


Athugasemdir
banner
banner