Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 26. janúar 2021 14:20
Elvar Geir Magnússon
Það helsta frá fréttamannafundi Solskjær
Manchester United hefur verið á afskaplega góðri siglingu, liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Annað kvöld leikur liðið gegn Sheffield United og eins og venja er þá sat Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, fyrir svörum á fréttamannafundi daginn fyrir leik.

Hér er allt það helsta sem þar kom fram:

Brottrekstur Lampard kom nokkuð á óvart
Solskjær um brottrekstur Frank Lampard frá Chelsea:

„Það er í raun ekki í mínum verkahring að tjá mig um þetta. Frank vill ekki að neinn okkar sé að vorkenna sér. Ég þekki karakter hans og hann mun snúa sterkur til baka. Það er ekki langt síðan Chelsea var á toppnum og þetta kemur nokkuð á óvart."



Ekkert nýtt að frétta af Lingard
Jesse Lingard gæti verið lánaður en sagt er að West Ham, Aston Villa og Sheffield United hafi áhuga.

„Hann er enn hluti af okkar hóp. Hann er að æfa vel og það er ekki búið að gera neitt samkomulag."

Rashford getur spilað
„Hann æfði í dag og er klár í leikinn." - Marcus Rashford varð fyrir hnémeiðslum í bikarsigrinum gegn Liverpool. Solskjær segir að meiðslin séu minniháttar og þessi hæfileikaríki sóknarmaður geti spilað gegn Sheffield.

Þakklátur fyrir stuðning stjórnar
Fyrr á þessu tímabili var talað um að Solskjær gæti verið rekinn frá Manchester United en hann fékk traustið.

„Við vissum að það kæmu erfiðir kaflar en það hefur verið staðið þétt við bakið á mér. Það er langtímaáætlun í gangi hjá okkur og við þurfum að vera sterkir andlega. Stjórnin hefur verið sterk og öflug og ég er þakklátur fyrir það."

Halda sig á jörðinni
„Við megum ekki missa okkur í gleðinni þó vel gangi. Þetta er byrjunin á einhverju en við verðum að halda áfram að bæta okkur."

Um vinnusemi Edinson Cavani:
„Þegar sóknarmaður á þessum aldri hleypur næstum 12 kílómetra í leik, pressar markvörðinn, er í tæklingum á miðsvæðinu, ógnar í teignum og mætir á hverjum degi til að leggja sig allan fram. Reynsla hans og hugarfar eru hvatning fyrir okkur alla."

Um Mason Greenwood:
„Við teljum að hann verði mjög mikilvægur seinni hluta tímabilsins. Hann hefur verið að æfa með Cavani og lærir af honum. Við erum vissir um að hann muni halda áfram að skila frammistöðu og skapa mörk."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner