banner
   mið 26. febrúar 2020 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór stund fyrir David Beckham á sunnudaginn
'Hefur verið langt ferðalag'
David Beckham. Hann er eigandi Inter Miami sem hefur leik í MLS-deildinni á sunnudaginn.
David Beckham. Hann er eigandi Inter Miami sem hefur leik í MLS-deildinni á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Beckham ræðir við fjölmiðla.
Beckham ræðir við fjölmiðla.
Mynd: Getty Images
David Beckham mun á sunnudaginn horfa á Inter Miami leika sinn fyrsta leik í MLS-deildinni, atvinnumannadeildinn í Bandaríkjunum og Kanada. Beckham er eigandi félagsins og hefur unnið lengi að því að koma boltanum af stað.

Hann sagði á blaðamannafundi í dag að stundum hafi honum liðið eins og hlutirnir myndu ekki ganga upp.

Árið 2007 gekk Beckham í raðir LA Galaxy í MLS-deildinni. Sem hluti af þeim samningi fékk hann möguleika á að eignast félag í MLS-deildinni síðar meir. Hann nýtt sér þann möguleika fyrir sex árum síðan og frá því hefur hann unnið að stofnun Inter Miami.

„Þetta hefur verið langt ferðalag," sagði fyrrum enski landsliðsfyrirliðinn á blaðamannafundi. „Það kom aldrei augnablik þar sem ég hugsaði um að ganga í burtu frá verkefninu, en það komu augnablik þar sem ég hélt að þetta myndi ekki gerast."

„Ég hef alltaf elskað áskoranir. Ég kannski áttaði mig ekki á því hversu stór áskorun þetta yrði."

Beckham segir að boltinn hafi almennilega farið að rúlla þegar Jorge Mas og bróður hans, en þeir eru kaupsýslumenn frá Miami. „Ég er ekki frá Miami. Ég er frá Austur-London. Ég var ekki að koma okkur neitt," segir Beckham, sem lék með Manchester United, Real Madrid, LA Galaxy, AC Milan og Paris Saint-Germain á farsælum leikmannaferli. Hann lék þá 115 A-landsleiki fyrir England og var lengi vel landsliðsfyrirliði.

Inter Miami hefur leik gegn Los Angeles FC á sunnudaginn. Fyrsti heimaleikur Inter Miami verður gegn fyrrum félagi Beckham, Los Angeles Galaxy, þann 14. mars næstkomandi.

Inter Miami mun spila á Lockhart Stadium á meðan verið er að byggja nýjan leikvang félagsins.

„Það verður árangursríkt fyrir mig þegar fyrsta boltanum verður sparkað um helgina," segir Beckham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner