Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mkhitaryan nýtur lífsins í Róm: Aðrar áherslur hér
Mynd: Getty Images
Armenski sóknartengiliðurinn Henrikh Mkhitaryan hefur verið að gera góða hluti að láni hjá AS Roma í ítalska boltanum.

Mkhitaryan nýtur sín í Róm en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er búinn að skora sex og leggja upp þrjú í þrettán deildarleikjum þrátt fyrir meiðslavandræði og hefur félagið áhuga á að kaupa hann í sumar.

„Það eru aðrar áherslur hér heldur en hjá Arsenal, þjálfararnir biðja um mismunandi hluti. Hugmyndafræði Emery er öðruvísi heldur en hjá Fonseca. Mér líður betur hér því við erum að spila betri fótbolta sem hentar mér betur," sagði Mkhitaryan við The Times.

„Ég get ekki sagt neitt um framtíðina á þessari stundu útaf því að allt er stopp. Við vitum ekki hvenær við byrjum að spila aftur eða hvað gerist í sumar. Hlutirnir breytast mjög hratt í þessum heimi svo við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist."

Mkhitaryan er smeykur við kórónuveiruna og hefur ekki farið úr húsi í næstum tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner