Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heitt undir Heimi? - „Held að ég láti það vera mín orð"
Heimir og aðstoðarmaður hans, Helgi Sigurðsson.
Heimir og aðstoðarmaður hans, Helgi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er núna talað um það að heitt sé orðið undir Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals.

Valur tapaði 6-2 gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld og núna er liðið átta stigum frá toppnum í Bestu deildinni og úr leik í bikar. Það er ekki ásættanlegur árangur á Hlíðarenda þar sem krafa er yfirleitt sett á að vinna alla titla.

„Nei, við höfum ekki áhyggjur. Mótið er nýbyrjað en við höfum áhyggjur af spilamennskunni, hún er ekki nógu góð. Við erum búnir að tapa þremur leikjum og við verðum að fara byrja á grunninum og reyna vinna okkur út úr þessum vandræðum," sagði Heimir við Fótbolta.net í kvöld.

Rætt var um stöðu Heimis á RÚV í kvöld.

„Ef þú myndir spyrja forráðamenn FH hvort að það hafi verið rétt að láta Heimi fara þaðan, þá væri svarið líklega 'nei'. Ég held að ég láti það vera mín orð," sagði Hörður Magnússon, fyrrum sóknarmaður FH og Vals.

„Í fyrra gekk Val ekki vel og þá sýndu Börkur og félagar Heimi mikið traust. Það er spurning hvort það haldi áfram. Heimir minnist á það í viðtali að þetta sé nýtt lið og þetta geti tekið tíma, en mótstaðan hafi verið meiri en þeir héldu. Ég vona að hann fái tækifæri til að klára þetta," sagði Logi Ólafsson, þjálfarinn reynslumikli.

„Það eru óvissutímar að einhverju leyti en Heimir er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar... þetta verður að koma í ljós," sagði Hörður.

Heimir tók við Val fyrir tímabilið 2020 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári við stjórnvölinn. Árangurinn í fyrra var vonbrigði er liðið missti af Evrópusæti og ekki byrjar þetta sumar vel.

Það eru öflugir þjálfarar á lausu, þjálfarar eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson.

Næsti leikur Vals er gegn Fram og svo er landsleikjahlé eftir það.
Heimir Guðjóns: Hlýtur að vera met
Athugasemdir
banner