Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Förum í sögubækurnar sem eitt besta lið Evrópu"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Barcelona
Lucy Bronze lék allan leikinn er Barcelona vann Meistaradeild Evrópu annað árið í röð í gær og var hún kát að leikslokum.

Barca lagði Lyon að velli 2-0 þar sem Aitana Bonmati og Alexia Putellas skoruðu mörkin. Lyon fékk sín færi en tókst ekki að nýta þau.

„Við þurftum þennan sigur til að tryggja okkur almennilega í sögubækurnar. Það er mjög erfitt að vinna þessa keppni einu sinni, hvað þá tvisvar í röð. Við erum ótrúlega ánægðar með þetta afrek," sagði Bronze, sem hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum, við DAZN að leikslokum.

„Við munum fara í sögubækurnar sem eitt af allra bestu liðum sem hafa verið til í Evrópu. Við unnum allt!"

Sigurinn gegn Lyon tryggði magnaða titlafernu fyrir Barca á tímabilinu þar sem liðið vann einnig spænsku deildina, bikarinn og Ofurbikarinn.

Þetta var síðasti leikur Jonatan Giráldez við stjórnvölinn hjá Barca eftir þrjú ár sem aðalþjálfari liðsins. Hann heldur til Washington Spirit þar sem hann reynir fyrir sér í efstu deild í Bandaríkjunum.

„Það var frábært að kveðja hann með þessum sigri. Stelpurnar í þessu liði eru sérstakar.

„Alexia Putellas er fyrirliðinn og það er ástæða fyrir því að hún er drottningin í Barcelona. Hún hefur lagt ótrúlega mikla vinnu til að koma aftur til baka eftir erfið meiðsli og er búin að sýna hvers vegna hún vann Gullknöttinn tvö ár í röð. Við erum allar í skýjunum með að hún hafi skrifað undir nýjan samning."

Athugasemdir
banner
banner
banner