Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2022 18:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Njarðvíkur og KR: Rúnar tekur enga sénsa í Njarðvík
Pálmi Rafn Pálmason leiðir sterkt lið KR.
Pálmi Rafn Pálmason leiðir sterkt lið KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 19:45 í kvöld fer fram lokaleikur dagsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla þar sem topplið 2.deildar karla í Njarðvík tekur á móti Bestu deildarliði KR en þar er skammt stórra högga á milli fyrir gestina í KR en þeir eru að fara inn í sinn 3 leik á síðustu 6 dögum.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

Heimamenn í Njarðvík gera eina breytingu á sínu liði frá toppslagnum gegn Ægi en Einar Orri Einarsson kemur inn í liðið fyrir Arnar Helga Magnússon.

Gestirnir í KR gera einnig eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn Breiðablik en Theodór Elmar Bjarnason sest á bekkinn hjá KR og inn kemur Stefan Alexander Ljubicic.


Byrjunarlið Njarðvík:
1. Robert Blakala
2. Bessi Jóhannsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Einar Orri Einarsson
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Magnús Þórir Matthíasson
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson
16. Úlfur Ágúst Björnsson
24. Hreggviður Hermannsson

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
17. Stefan Ljubicic
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner