Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 26. júní 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þær dönsku settu met fyrir EM
Kvenaboltinn
Það voru á dögunum tímamót fyrir danska kvennalandsliðið er þær spiluðu í fyrsta sinn á þjóðarleikvangi Danmerkur, Parken.

Að það hafi verið beðið svo lengi eftir að leyfa kvennalandsliðinu að spila á þessum velli er í raun stórfurðulegt.

Það var svo sannarlega vel mætt á leikinn því 21,542 mættu til að sjá danska liðið mæta því brasilíska.

Um er að ræða nýtt áhorfendamet á leik í dönskum kvennafóbolta.

Það var Janni Thomsen, liðsfélagi Ingibjargar Sigurðardóttur hjá Vålerenga, sem gerði fyrsta mark danska kvennalandsliðsins á Parken Danmörk fór með sigur af hólmi í leiknum.

Þessi leikur var liður í undirbúningi Danmerkur fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í næsta mánuði.


Athugasemdir
banner