Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júlí 2020 13:06
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Ekki mikilvægasti leikur tímabilsins
Solskjær tók við af Jose Mourinho í desember 2018.
Solskjær tók við af Jose Mourinho í desember 2018.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer fram í dag og á Manchester United úrslitaleik við Leicester City um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Rauðu djöflarnir eru einu stigi fyrir ofan og nægir því jafntefli í dag. Ole Gunnar Solskjær áttar sig á mikilvægi leiksins gegn Leicester en segir ferðalag sitt við stjórnvölinn hjá Man Utd rétt vera að byrja.

„Við erum ekki búnir að tryggja okkur neitt. Ef við náum góðum úrslitum gegn Leicester mun fólk líta á þetta ferðalag með jákvæðum augum. Þetta er ekki endirinn á ferðalaginu því við eigum mikla vinnu fyrir höndum til að ná toppliðunum tveimur," segir Solskjær.

„Ef þú vilt vera partur af Manchester United þarftu að venjast pressunni sem fylgir lokaumferðinni, það er ekkert nýtt. Leikurinn gegn Leicester er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltaheiminum, hann mun segja þér að næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti.

„Niðurstaðan úr þessari viðureign mun ekki skilgreina tímabilið okkar, það eru margar stundir sem hafa skilgreint þetta tímabil. Koma Bruno Fernandes er ein þeirra, hann hefur gert gæfumuninn."


Undir stjórn Solskjær er Mason Greenwood byrjaður að skína og þá eru Marcus Rashford og Anthony Martial búnir að vera í stuði á árinu.

„Við erum að spila flottan sóknarbolta sem er það sem Manchester United á að gera. Við lítum meira og meira út eins og sú tegund af Man Utd liði sem ég vill stýra. Við viljum spila án ótta, við viljum taka áhættur og sýna hæfileika okkar. Við eigum eftir að skila inn mikilli vinnu áður en við komumst í næsta gæðaflokk. Viljinn er til staðar og það eru hæfileikarnir líka.

„Strákarnir eru mjög þreyttir eftir skrítið og langt tímabil. Þeir eru þreyttir en það er næg orka fyrir síðustu 90 mínúturnar. Nú er tíminn til að harka af sér."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner