Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Rosalegar lokamínútur á Vivaldivellinum
Lengjudeildin
Völsungur jafnaði í uppbótartíma.
Völsungur jafnaði í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 4 - 4 Völsungur
1-0 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('30 )
1-1 Krista Eik Harðardóttir ('41 )
1-2 Ashley Herndon ('44 )
1-3 Ashley Herndon ('52 )
2-3 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('59 )
3-3 Signý Ylfa Sigurðardóttir ('60 , víti)
4-3 Tinna Jónsdóttir ('88 )
4-4 Guðrún Þóra Geirsdóttir ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Það var mikil dramatík á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi þegar Grótta tók á móti botnliði Völsungs í Lengjudeild kvenna.

Það voru heimakonur í Gróttu sem komust yfir eftir hálftíma leik. Það voru hins vegar gestirnir sem leiddu í hálfleik, en þær sneru leiknum við á skömmum tíma fyrir leikhlé.

Staðan í hálfleik var 2-1 og kom Ashley Herndon Völsungi í 3-1 á 52. mínútu. Þá vaknaði Grótta til lífsins, sýndi karakter og jafnaði metin á stuttu kafla.

Tinna Jónsdóttir kom svo Gróttu í 4-3 á 88. mínútu leiksins. „Diljá reynir sendingu af kantinum. Sú sending fór í varnarmann Völsungs og rataði beint í fæturnar á Tinnu. Tinna setur boltann í hægra hornið og staðan er orðin 4-3!" skrifaði Birna Rún Erlendsdóttir í beinni textalýsingu.

Leikurinn var ekki búinn. Völsungur jafnaði í uppbótartímanum, það gerði Guðrún Þóra Geirsdóttir. „HVAÐ ER AÐ GERAST?? Þær jafn 4-4!" skrifaði Birna Rún þegar Guðrún Þóra skoraði eftir sendingu frá Elfu Mjöll Jónsdóttur.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 4-4 í þessum skemmtilega leik. Grótta er í sjötta sæti með 20 stig og Völsungur á botninum með fjögur stig. Þrátt fyrir hetjulega baráttu í dag þarf Völsungur á kraftaverki að halda til að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner