Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 26. september 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórkostleg vika fyrir færeyskan fótbolta
Síðastliðin vika hefur verið stórkostleg fyrir færeyskan fótbolta.

Á fimmtudaginn vann KÍ Klaksvík 6-1 sigur á Dinamo Tibilsi í forkeppni Evrópudeildarinnar. KÍ Klaksvík er einum leik frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en íslenskt félag hefur aldrei komist í riðlakeppni Evrópukeppni.

Klaksvík mun mæta Dundalk frá Írlandi á útivelli í leik lífs síns um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Í dag varð svo Jóan Símun Edmundsson fyrsti Færeyingurinn til að spila í þýsku úrvalsdeildinni, og fyrsti Færeyingurinn til að skora í þýsku úrvalsdeildinni.

Hinn 29 ára gamli Edmunsson skoraði eina mark Arminia Bielefeld í 1-0 sigri á Köln,.


Athugasemdir
banner
banner