Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson: Löngu búnir að hefna okkar
Andy Robertson á æfingu Liverpool í París í dag.
Andy Robertson á æfingu Liverpool í París í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni.
Frá æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bakverðirnir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson tóku þátt í fréttamannafundi Liverpool í dag en þeir eru staddir í París þessa stundina að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.


„Við erum á fullkomnum stað. Það hafa verið meiðsli á tímabilinu en eins og staðan er í dag þá er hópurinn í frábæru standi og strákarnir fullir sjálfstrausts," sagði Robertson sem var svo spurður hvort Liverpool hefði harma að hefna eftir úrslitaleikinn gegn Real Madrid sem tapaðist 2018.

„Við erum löngu búnir að hefna okkar fyrir það, við gerðum það í Madríd einu ári seinna þegar við unnum keppnina."

Alexander-Arnold tók undir orð Robertson og bætti því við að spennustigið væri hátt þó að liðið sé búið að spila mikilvæga leiki í hverri viku undanfarna mánuði.

„Það er ekki hægt að líta á þetta eins og hvern annan stórleik, sannleikurinn er sá að þetta er ekki leikur sem maður fær að spila oft. Það er mjög sérstakt fyrir mig að eiga möguleika á öðrum Meistaradeildartitli á þessum aldri," sagði Alexander-Arnold.

„Það eru til margar fótboltagoðsagnir sem fengu aldrei tækifæri til að spila þennan úrslitaleik. Það eru forréttindi að vera hér, við erum að mæta andstæðingum sem eru í heimsklassa.

„Svona leikir eru ástæðan fyrir því að við erum í fótbolta, þetta er ástæðan fyrir því að við leggjum hart að okkur bakvið tjöldin. Við eigum skilið að vera hérna."


Athugasemdir
banner
banner