Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 27. júlí 2020 10:41
Magnús Már Einarsson
Þóroddur um markið sem var dæmt af KA: Þetta er hárréttur dómur
Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ.
Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA menn voru ósáttir við mark sem var dæmt af þeim í markalausa jafneflinu gegn KR í Pepsi Max-deildinni í gær.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði mark á 80. mínútu leiksins eftir klaufagang í vörn KR. Í endursýningu sést að Ásgeir Sigurgeirsson truflar Beiti Ólafsson í marki KR þegar Guðmundur Steinn skorar.

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sjáist í endursýningu að um réttan dóm sé að ræða.

„Ásgeir er í rangstöðu og hefur áhrif á Beiti með því að fara í hann. Með því að fara í Beiti þá truflar það hann. Þannig að þetta er hárrétt ákvörðun. Rangstaða," sagði Þóroddur við Fótbolta.net í dag.

Atvik úr leiknum voru sýnd í Sportpakkanum á Stöð 2 og má sjá þau hér að neðan. Þar má einnig sjá vítaspyrnudóm nokkrum mínútum eftir að markið var dæmt af. Kennie Chopart var þá dæmdur brotlegur og voru KR-ingar ósáttir við þann dóm. Beitir Ólafsson varði spyrnuna frá Guðmund Steini.

Sjá einnig:
Hallgrímur: Tel að löglegt mark sé tekið af okkur
Sjáðu dóminn sem KA var ósátt við - Mark dæmt af


Athugasemdir
banner
banner
banner