Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í forgangi hjá Forest að fá William Carvalho
Mynd: EPA
Það er í forgangi hjá Nottingham Forest að fá William Carvalho í sínar raðir. Carvalho er þrítugur miðjumaður sem spilar með Real Betis á Spáni.

Hann er portúgalskur landsliðsmaður sem er þó fæddur í Angóla. Hann er uppalinn hjá Sporting og var á sínum tíma skotmark margra stórliða í Evrópu. Hann hefur verið á Spáni frá árinu 2018.

Það er félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá því að Forest sé með Carvalho á forgangslista hjá sér og viðræður séu í gangi. Carvalho er varnarsinnaður miðjumaður og er það staða sem Forest vill styrkja.

Liðið er einnig með Morgan Gibbs-White, miðjumann Wolves, á sínum lista en hann þekkir vel til Steve Cooper sem er stjóri Forest. Þeir unnu saman hjá Swansea árið 2020 og þegar England varð heimsmeistari U17 landsliða á sínum tíma. Gibbs-White var á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast í umspilið um sæti í úrvalsdeildinni með því að skora tíu mörk og leggja upp tólf á tímabilinu í Championship deildinni.

Forest hefur fengið tíu leikmenn til sín eftir að félagið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Líklegt er að Orel Mangala, miðjumaður Stuttgart, verði ellefti leikmaðurinn en svo er spurning hvort Morgan Gibbs-White eða William Carvalho fylgi í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner