Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 27. september 2016 09:20
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Jarl hringdi í Atla Viðar og bað hann afsökunar
Jarlinn og Atli Viðar í umræddum leik.
Jarlinn og Atli Viðar í umræddum leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport var sýnt myndskeið úr leik Víkings R. og FH í Pepsi-deildinni en athygli vakti að Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins lét þar Atla Viðar Björnsson, sóknarmann FH, heyra það.

Eftir einhver orðaskipti milli Gunnars og Atla Viðars sagði Gunnar reiðilega: „Grjóthaltu kjafti og vertu kurteis" en það heyrist greinilega á upptökunni.

Smelltu hér til að sjá upptökuna á Vísi

Umræða hefur skapast um málið og hvort rétt sé að dómarar tali með þessum hætti. Logi Ólafsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var á því að Gunnar hefði farið yfir strik með þessum ummælum til Atla.

Hjörtur Hjartarson sagði í Akraborginni í gær að hann væri ekki sammála Loga. „Atli hafði greinilega sagt eitthvað við Gunnar þarna. Mér finnst betri leið að segja mönnum bara að halda kjafti en að vera að gefa þeim spjald. Ef menn geta haft stjórn á hlutum án þess að veifa spjöldum finnst mér ekkert að því," sagði Hjörtur.

Eitthvað sem ég læri af
Fótbolti.net hafði samband við Gunnar sjálfan og spurði hann að því hvernig hafi verið að sjá þetta í Pepsi-mörkunum?

„Það var ekkert sérstaklega þægilegt. Þetta var óheppilegt og leiðinlegt. Þetta er ekki eitthvað sem maður er vanur að gera en ég missti stjórn á mér í augnablik. Eins og leikmenn er maður með keppnisskap og ég hef alveg skap í mér eins og þegar ég var að spila sjálfur," segir Gunnar sem segir að framkoma sín hafi ekki verið til eftirbreytni.

„Þetta atriði er eitthvað fyrir mig til að læra af og koma í veg fyrir að gerist aftur."

„Maður fór yfir ákveðið strik. Ég er búinn að hringja í Atla Viðar og biðja hann afsökunar. Hann tók því eins og fagmanni sæmir og gerði ekki mikið úr þessu, hann sagði að þetta hafi verið ólíkt mér. Það eru mikil samskipti milli manna á vellinum og dómarar eru mannlegir eins og leikmenn. Við getum gert mistök hvað samskipti varðar."

„Síðan ég byrjaði að dæma hef ég reynt að leggja mikla áherslu á að hafa samskiptin í lagi, sýna kurteisi og vera sanngjarn.Ég vil leyfa mönnum aðeins að „blása" og ég held að menn kunni að meta það," segir Gunnar Jarl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner