Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2022 18:47
Elvar Geir Magnússon
Hetja Tékka gegn Íslandi er í eigu Man Utd
Matej Kovár faðmar liðsfélaga sinn.
Matej Kovár faðmar liðsfélaga sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn því tékkneska ytra í seinni umspilsleiknum um sæti á EM. Tékkar unnu 2-1 sigur á Íslandi og komast í lokakeppnina.

Íslenska liðið náði nokkrum sinnum að komast nálægt því að skora í leiknum í Tékklandi en Matej Kovár í marki heimamanna átti sannkallaðan stórleik.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Hann varði frábærlega, bæði frá Andra Fannari og Valgeiri Lunddal, þegar flestir á vellinum héldu að það væri að koma mark.

Kovár er 22 ára og ver mark Spörtu í Prag en þar leikur hann á láni frá Manchester United.

Árið 2018 fór hann inn í unglingastarf Manchester United og hefur verið lánaður til Swindon og Burton í ensku neðri deildunum.

Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Tékklands en var í fyrsta sinn kallaður upp í A-landsliðið á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner