Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kvaratskhelia ekki til sölu
Kvicha Kvaratskhelia
Kvicha Kvaratskhelia
Mynd: EPA
Georgíumaðurinn Kvicha Kvaratskhelia verður ekki seldur frá Napoli frá næstunni en hann er sagður ósnertanlegur.

Napoli sótti demant er félagið tilkynnti um kaupin á Kvaraskhelia í sumar en hann kom frá Dinamo Batumi í Georgíu.

Leikmaðurinn yfirgaf rússneska félagið Rubin Kazan í byrjun árs eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og fór hann því heim til Georgíu að spila þar.

Ítalska félagið keypti Kvaraskhelia frá Batumi fyrir um það bil 12 milljónir evra en sá hefur heldur betur slegið í gegn.

Kvaratskhelia, sem er 21 árs, hefur komið að fimmtán mörkum í fimmtán leikjum á tímabilinu og reynst Napoli gríðarlega mikilvægur en liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og í toppbaráttu í Seríu A.

Manchester City er sagt hafa áhuga á því að fá hann á næsta ári en það kemur hins vegar ekki til greina.

„Það er ekkert til í því. Ég get sagt þér að Kvaratskhelia er ósnertanlegur og það er 100 prósent. Hann er klárlega ekki á markaðnum," sagði Cristiano Giuntoli, yfirmaður íþróttamála hjá Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner