Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. nóvember 2021 06:00
Victor Pálsson
Telur að Brighton fari auðveldlega með Leeds
Mynd: Getty Images
Brighton mun vinna Leeds auðveldlega í ensku úrvalsdeildinni um helgina að sögn fyrrum enska landsliðsmannsins Paul Merson.

Leeds hefur alls ekki byrjað tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni og tapaði síðasta leik gegn Tottenham 2-1 sem kom Merson á óvart eftir góðan fyrri hálfleik.

Þrátt fyrir að hafa verið hrifinn af frammistöðu liðsins í þeirri viðureign telur Merson að Leeds muni ekki sækja sinn þriðja deildarsigur á morgun.

„Leeds var stórkostlegt í fyrri hálfleiknum gegn Tottenham í síðustu viku og ég hélt að það væri ekki möguleiki að þeir myndu tapa," sagði Merson.

„Þeir voru hins vegar slakir í seinni hálfleik og þurfa að sýna meiri stöðugleika til að klifra upp töfluna."

„Leeds er miklu betra lið en þeir hafa sýnt í byrjun tímabils en þetta verður erfiður leikur. Brighton hefur staðið sig frábærlega undir Graham Potter og ég myndi veðja á að þeir taki þennan leik auðveldlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner