Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. nóvember 2021 13:55
Aksentije Milisic
Torres sagður hafa náð samkomulagi við Barca
Torres í leik gegn Crystal Palace.
Torres í leik gegn Crystal Palace.
Mynd: EPA
Ferran Torres, leikmaður Manchester City og spænska landsliðsins, er sagður hafa náð samkomulagi við Barcelona en þessu greina spænskir fjölmiðlar frá.

Hinn 21 árs gamli Torres vill ganga til liðs við spænska stórliðið en Barcelona á enn eftir að ná samkomulagi við Manchester City. Xavi, þjálfari liðsins, hefur mikinn áhuga á að fá Torres til Barca.

Torres er uppalinn hjá Valencia á Spáni en hann lék þar 71 leik fyrir aðalliðið og skoraði sex mörk áður en Manchester City keypti hann árið 2020.

Hjá City hefur hann spilað 28 leiki og skorað 9 mörk en þá hefur hann verið að spila mjög vel fyrir landslið Spánar. Þar á hann að baki 22 leiki og 12 mörk.

Barcelona er í fjárhagsvandræðum eins og flestir vita svo spurning verður hvort félagið nái að klófesta Torres.
Athugasemdir
banner